Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig prófið fer fram

Við mælum með:

  • Að þú gefir þér góðan tíma – prófið tekur u.þ.b. eina klukkustund.
  • Að þú komir þér fyrir í aðstæðum þar sem þú getur einbeitt þér.
  • Að þú gangir úr skugga um að hljóðið í tölvunni þinni virki. Gott er að hafa heyrnartól við höndina ef þörf er á.

Í prófinu eru tvær aðferðir notaðar:

  1. Sjálfsmat  - þú metur sjálf/ur eigin stöðu út frá ólíkum “ég get” setningum.
  2. Hefðbundið próf – þú velur rétt svar af nokkrum mögulegum valkostum.

Prófið samanstendur af sex þáttum sem endurspegla ólíka þætti tungumálafærni.

  1. Ritun
  2. Málfræði og orðaforði
  3. Lestur
  4. Hlustun
  5. Talað mál
  6. Samtal

Hver þáttur hefst á sjálfsmati – þínu eigin mati á hæfni þinni í tungumálinu við tilteknar aðstæður.

Prófið tekur mið af stöðu þinni

Prófið hefst á því stigi sem þú ert á samkvæmt sjálfsmatinu.
Þegar þú hefur lokið fyrsta hluta prófsins, metur kerfið hvort sjálfsmati og raunfærni ber saman. Ef prófið gefur vísbendingu um að geta þín sé meiri, en fram kom í sjálfsmati, þá færist þú yfir á þyngra stig.
Þú færist milli þyngdarstiga meðan á prófinu stendur. Það gerist sjálfkrafa í samhengi við þína getu og allt sem þú þarft að gera er að fylgja leiðbeiningum. 

Prófið tekur um það bil eina klukkustund

Það tekur hálftíma til einn og hálfan tíma að vinna prófið. Tímalengdin fer eftir því hversu mikið þú ert færð/ur  milli styrktarflokka í prófinu og á hvaða stigi þú ert. Þú getur hvenær sem er tekið þér hlé frá prófinu og haldið áfram þegar þér hentar. Tungumálaprófið geymir svörin þín og þú getur byrjað aftur á þeim stað sem þú varst komin/n á. Athugaðu þó að þú þarft að ljúka prófinu innan 48 tíma.

Fáðu niðurstöðurnar í tölvupósti
Þegar þú hefur lokið matinu, getum við sent þér niðurstöðurnar í tölvupósti.
Niðurstaðan sýnir á hvaða stigi þú ert í hverjum hæfniþætti út frá Evrópska tungumálarammanum.